Your Cart

Leiðsagnarnám (Rafbók)

On Sale
$29.90
$29.90
Added to cart
Bókin Leiðsagnarnám, hvers vegna, hvernig, hvað? er einkum skrifuð með kennara og skólastjórnendur í huga. Efnið á einnig erindi við aðra sem koma að námi og uppeldi barna og ungmenna og vilja nýta niðurstöður umfangsmikilla rannsókna og reynslu reykvískra skóla til að stuðla að aukinni ábyrgð og framförum nemenda. Hún getur einnig hentað til háskólakennslu og þjónað því hlutverki að vera hugmyndabanki fyrir komandi kynslóðir kennara og stjórnenda. Í bókinni flettast saman fræðileg umfjöllun, reynsla kennara og skólastjóra og hagnýt viðfangsefni auk þess er að finna fjölda tenginga við myndbönd, verkefni og lesefni um leiðsagnarnám.
You will get a PDF (93MB) file

Artboard 1

Orðræða nemenda ber vott um áhrifin af leiðsagnarnáminu, þeir tala t.d. um að þeir ætli að fara í djúpköfun í verkefnum sem þeir eru að vinna með og metnaðurinn er meiri. Þeim finnst líka mikilvægt að ná márkmiðum sem þeir eru að stefna að.

— Kennarar og stjórnendur Dalskóla

Artboard 1

Eftir þátttökuna í þekkingarskólaverkefninu á síðasta ári vitum við miklu betur hvers vegna við gerum það sem við erum að gera með kennslunni. Sumt í leiðsagnarnámi getur virkað þannig að öllum finnist þeir alltaf hafa kennt svona, en það skiptir öllu máli að vita hvers vegna og hvaða áhrif það getur haft á nemendur. Ef það hefur engin áhrif á nemendur er tilgangurinn enginn.

— Kennarar í fyrrum Kelduskóla

Artboard 1

Þegar nemendur vita til hvers er ætlast af þeim verður árangurinn svo miklu meiri. Nemendur okkar voru að ljúka við hópverkefni, sem við höfum látið alla okkar nemendur vinna á síðustu árum. Nú fengu öll verkefnin A. Áður dreifðist árangurinn á allan skalann. Fyrirmælin eru orðin skýrari, nemendur skoða nú fyrirmyndir og nýta sér stuðningsefni á námsveggnum. Það skiptir svo miklu máli að nemendur viti til hvers er ætlast af þeim. Öllum nemendum finnst gaman að hafa markmið og ná árangri.

— Kennari í Hlíðaskóla