
Fyrir skóla
Skólastjórnendur sem hafa áhuga á að kaupa mörg eintök af bókinni til að dreifa til kennara skólans geta keypt pakka með magnafslætti.
Skólastjórnendur sem hafa áhuga á að kaupa mörg eintök af bókinni til að dreifa til kennara skólans geta keypt pakka með magnafslætti.
Salan á bókinni fer fram í gegnum Payhip -- amerískt greiðslukerfi sem styður því miður ekki að sýna verðið í íslenskum krónum á forsíðunni.
Þú getur hinsvegar séð verðið í íslenskum krónum eftir að þú stimplar inn kortaupplýsingarnar, áður en þú staðfestir kaupin og greiðslan fer fram.
Við bjóðum upp á sérstaka pakka fyrir skólastjórnendur sem vilja kaupa mörg eintök til að dreifa til starfsfólks skólans. Þú getur fengið yfirlit yfir þessa pakka hér.
Ef þig langar bara að kaupa nokkur eintök þá þarf því miður að leggja inn pöntun fyrir hvert eintak. Ef ætlunin er að gefa einhverjum öðrum eintakið þá er vert að benda á að þú getur slegið inn netfangið þeirra þegar pöntunin er gerð til að senda bókina beint til þeirra.
Eftir að þú hefur lagt inn pöntun og gengið frá greiðsluferlinu þá færð þú sendan tölvupóst á netfangið sem þú skráðir. Í þessum tölvupósti er grænn takki sem stendur á "Download Now". Smelltu á takkann til að niðurhala PDF útgáfu af bókinni.
Þess ber að geta að einungis er hægt að hala bókinni niður í fimm skipti á þennan máta. Ef þú lendir í vandræðum með þetta takmark ekki hika við að hafa samband við okkur.
Þetta er einfaldlega gert til að koma í veg fyrir að hlekkurinn frá vefversluninni fari í almenna dreifingu og sé notaður til að niðurhala bókinni óendanlega að vild. Því miður gátum við ekki stillt þetta takmark sérstaklega fyrir pakkana sem ætlaðir eru skólum og þurfa því allir að lúta sama takmarki eins og þegar keypt er eitt eintak.
Besta lausnin ef dreifa á bókinni til starfsfólks skóla er að kaupandi niðurhali bókinni sjálfur og dreifi PDF skránni til starfsmanna í gegnum innra net skólans, með USB lyklum eða álíka aðferð.
Eftir að þú hefur pantað og greitt fyrir bókina þá er sendur tölvupóstur á netfangið sem þú skráðir við kaupin. Neðarlega í þessum tölvupósti má finna línu þar sem stendur "Need an invoice?". Þar til hægri er síðan hlekkur, "Generate", sem smella má á til að nálgast kvittun.
Nanna Kristín Christiansen er uppeldis- og menntunarfræðingur og hefur starfað á sviði menntamála í áratugi. Lengst af var hún grunnskólakennari en síðar verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Jafnframt hefur hún verið gestakennari við Menntavísindasvið HÍ og sjálfstætt starfandi fyrirlesari og ráðgjafi. Nanna er höfundur bókarinnar Skóli og skólaforeldrar, Ný sýn á samstarfið um nemandann (2010) og handbókarinnar Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla (2014) ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur. Nanna og Edda G. Kjartansdóttir, eru ritstjórar veftímaritsins Krítarinnar sem fjallar um uppeldis- og menntamál.